Gróðursetning
Útplöntun hefur aukist til muna hjá okkur undanfarin ár.
Við sjáum um mikið af útplöntunum og gróðursetningum fyrir stærri verktaka sem og einkaaðila og fyrirtæki.
Hvort sem um er að ræða gróðursetningu á stærri trjám og runnum eða fjölæringum og sumarblómum, þá er mikilvægt að vanda til verka og vinna af fagmennsku, svo plönturnar dafni sem best.
Skrúðgarðyrkjufræðingur hefur yfirumsjón með öllum gróðursetningum hjá okkur og tryggir að verkið sé unnið af fagmennsku.
