Gróðursetning

gróðursetning á plöntum, trjám og blómum

Gróðursetning

Útplöntun hefur aukist til muna hjá okkur undanfarin ár.

Við sjáum um mikið af útplöntunum og gróðursetningum fyrir stærri verktaka sem og einkaaðila og fyrirtæki.

Hvort sem um er að ræða gróðursetningu á stærri trjám og runnum eða fjölæringum og sumarblómum, þá er mikilvægt að vanda til verka og vinna af fagmennsku, svo plönturnar dafni sem best.

Skrúðgarðyrkjufræðingur hefur yfirumsjón með öllum gróðursetningum hjá okkur og tryggir að verkið sé unnið af fagmennsku.

Gróðursetning á sumarblómum
Falleg sumarblóm á fallegum sumardegi

Sumarblóm

Gróðursetning snýst ekki eingöngu um stærri tré og runna.

Sumarblóm lífga oft verulega upp á umhverfið og geta fegrað garða verulega. Hvort sem um er að ræða sumarblóm í beðum eða í kerum.

Við sinnum gróðursetningu sumarblóma fyrir heimili, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Við getum einnig útvegað ker utan um blómin ef þess þarf.

Vökvun

Eftir gróðursetningu er gríðarlega mikilvægt að vökva vel. Það þarf að gæta þess sérstaklega vel ef veður er þurrt, að plönturnar og jarðvegurinn þorni ekki upp.

Vökvun á plöntu