Grisjun og

trjáfellingar

Grisjun og

trjáfellingar

Skógrækt snýst um meira en bara að gróðursetja tré. Grisjanir og trjáfellingar eru stór hluti af skógrækt og eru nauðsynlegar til að skógræktarsvæði nýtist sem best.

Við höfum mikla reynslu af grisjunum og trjáfellingum, bæði í einkagörðum en einnig á stærri svæðum, s.s. hjá bæjarfélögum og skógræktarsvæðum.

Við höfum sinnt stórum grisjunarverkefnum fyrir flest bæjarfélög höfuðborgarsvæðisins og stærri stofnanir.

Við erum með sérstakan útbúnað og vélar sem henta vel fyrir skógrækt og umhirðu skógræktarsvæða.

Útkeyrsluvél

Útkeyrsluvél

Við erum búnir sérútbúnum útkeyrsluvagni frá Kranman sem er tengdur við fjórhjól. Vagninn er sérstaklega hentugur í vinnu við skógrækt.

Vagninn er glussadrifinn með sér mótor og krabbinn lyftir allt að 500 kg bolum. Vagninn er líka með Robson drifi sem snýr öllum dekkjum jafnt og því er nánast ómögulegt að festa hann.

Þó vagninn sé nettur ber hann 1.750 kg. 1.000 kg. Spilið sem er á vagninum gerir okkur líka kleift að draga að okkur boli og tré sem annars væri erfitt að ná.

Skógar mönsari

Skógar mönsari

Skógarmönsarinn eða “forest mulcher” eins og hann heitir á ensku, spænir niður runna, minni tré og smærri stofna af trjám. Hann tætir stubbana og kurlar efnið niður á staðnum svo óþarfi er að fjarlægja efni.

Hann hentar t.d. gríðarlega vel þegar kemur að því að fræsa niður skjólbelti.

Stubbatæting

Stubbatæting

Stubbatætarar fræsa niður trjástubba og rætur. Við eigum mismunandi gerðir stubbatætara sem henta við allar aðstæður. Stærri stubbatætarar á beltum fyrir opin svæði og minni tætara fyrir þær aðstæður sem stærri vélar komast ekki að.

Stubbatæting er mjög skilvirk og góð lausn þegar kemur að því að slétta úr svæðum sem stubbar eru á. 

Senda fyrirspurn