fbpx

ST6P kurlari til leigu

Öryggisbúnaður sem mælt er með

Léttur en kraftmikill kurlari

Léttur en kraftmikill kurlari

Först ST6P

Först ST6P

Mjög sterkur og kraftmikill kurlari sem hentar vel til að kurla efni sem er allt að 15cm í þvermál. Först ST6P er nettur en sterkur kurlari sem allir mega draga. Hann er bara 745kg en með mjög aflmikinn mótor. Engin aukin ökuréttindi þarf til að mega draga vélina. 

Upplýsingar

Stærð matara: 6″ x 8″ / 150mm x 200mm

Matari: ForstGrip matari

Svinghjól: Svinghjól með opnanlegum topp (640 x 25mm) Twin 8″ hnífar

Mótor: Briggs & Stratton Vanguard 37hp V Twin Bensín

Yfirálagsvörn: Sjálfvirk yfirálagsvörn

Stjórnun: AutoIntelligence. Snerti takkar, vatnsheldir og þola víbring

Eldsneitis tankur: 30 lítrar

Hljóðstyrkur: Lwa 122dB

Þyngd: 745kg

Breidd: 1300mm

Lengd (renna niðri): 3857mm

Lengd (renna uppi): 3358mm

Hæð (með túðu): 2340mm

Öryggishanskar:

Vinnuhanskar verja þig gegn skrámum, skurðum og bruna. Hægt er að bæta vinnuhönskum við pöntunina.  Vinnuhanskar er söluvara sem þarf ekki að skila eftir leigu. 

Öryggisgleraugu:

Notið öryggisgleraugu við notkun á þessari vél. Hægt er að bæta öryggisgleraugum við pöntunina. Öryggisgleraugu eru söluvara sem þarf ekki að skila eftir leigu. 

Heyrnahlífar:

Notið heyrnahlífar við notkun á þessari vél. Hægt er að leigja heyrnahlífar með vélinni.

Öryggisskór:

Mælt er með því að notaðir séu öryggisskór með stáltá við notkun á þessari vél. 

Annar öryggisbúnaður:

Hafa skal í huga að vera í réttum hlífðarbúnaði fyrir hvert verk. Komum heil heim.

Bíll með krók: 

Þessi vél getur verið dreginn af öllum bílum sem eru með krók og mega draga 750kg. Engin aukin ökuréttindi þarf til að draga vélina.

Skilgreiningar:

1. Hugtakið “búnaður” merkir eftirleiðis hvers konar vélar, tæki, verkfæri og annað það sem leigusali – Hreinir Garðar ehf – býður viðskiptavinum sínum til leigu á starfsstöðvum sínum.

Skyldur leigusala:

2. Leigusali afhendir leigutaka allan búnað í góðu og nothæfu ásigkomulagi.

Skyldur leigutaka:

3. Leigutaka ber við afhendingu að kynna sér ástand þess búnaðar sem hann tekur á leigu.

4. Leigutaka ber að kynna sér rétta notkun og meðferð þess búnaðar sem hann hefur á leigu.

5. Á leigutímabilinu ber leigutaka að annast allan tilfallandi rekstur og jafnframt að sinna öllu tilfallandi viðhaldi á þeim búnaði sem hann hefur á leigu hjá leigusala. Leigutaki skal m.a. standa straum af eldsneytiskostnaði, kostnaði við smurningu og vegna þrifa á búnaði. Viðhald á búnaði skal fara fram í samráði við leigusala.

6. Ef búnaði er ekki skilað með fullum eldsneytistanki er leigusala heimilt að senda reikning fyrir því eldsneyti sem upp á vantar í samræmi við gildandi verðskrá leigusala. Lítraverð á eldsneyti reiknast samkvæmt verðskrá Olís hverju sinni. Eldsneytisáfyllingargjald er 3.500 kr

7. Leigutaki ber hlutlæga ábyrgð á skemmdum á dekkjum, t.d. ef þau skemmast eða gatast. Leigutaki ber þá hlutlæga ábyrgð á öllu því tjóni sem kann að verða á búnaði sem hann hefur leigt af leigusala og stafar af rangri eða ógætilegri notkun á búnaðinum og verður ekki rakið til eðlilegs slits á búnaði. Viðgerðarþjónusta leigusala framkvæmir mat á því hverju sinni, hvort tjón stafi af rangri eða ógætilegri notkun á búnaði. Verði altjón á viðkomandi búnaði og tjónið fellur undir tryggingar leigusala mun leigutaki vera ábyrgur sem nemur sjálfsábyrgðinni. Tryggingin nær ekki yfir tjón sem leigutaki kann að valda með búnaðinum eða tjóni á leigutaka heldur eingöngu búnaðinum.

8. Leigutaki skal sýna fyllstu aðgæslu við notkun og meðferð þess búnaðar sem hann hefur á leigu hjá leigusala. Þá skal leigutaki fylgja ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum í hvívetna, sem og stjórnvaldsfyrirmælum gefnum út á grundvelli laganna. Sér í lagi:

Reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja.

9. Leigutaki skal tryggja, svo sem honum er framast unnt, að búnaður sem hann hefur á leigu hjá leigusala sé ekki útsettur fyrir þjófnaði, tjóni eða öðrum skakkaföllum.

10. Leigutaki ber fulla ábyrgð á því fjárhagslega tjóni sem leigusali kann að verða fyrir ef búnaði er stolið úr vörslum leigutaka, eða ef búnaður glatast af öðrum orsökum. Leigutaka ber einnig að greiða leigugjald samkvæmt gjaldskrá, allt þar til hinn glataði búnaður hefur verið að fullu bættur.

11. Glatist búnaður að hluta, fer um þann hluta samkvæmt 10. gr.

12. Leigutaka er með öllu óheimilt að framleigja búnað sem hann hefur á leigu hjá leigusala eða lána hann þriðja manni nema að fengnu skriflegu leyfi leigusala.

13. Það fellur alfarið í hlut leigutaka að annast flutninga á þeim búnaði sem hann hefur á leigu hjá leigusala. Gildir þetta jafnt um flutninga frá og til starfsstöðva leigusala, sem og aðra flutninga á milli verkstaða, starfsstöðva eða geymslusvæða leigutaka á leigutímabilinu. Leigutaki er einn ábyrgur fyrir búnaði á meðan flutningum stendur. Ef samið hefur verið um að afhenda búnaðinn til leigutaka tekur ábyrgð leigutaka við um leið og búnaður er afhentur á umsömdum stað.

14. Leigutaki skal bera allan kostnað sem kann að falla til vegna flutninga á búnaði.

Leigutímabil

15. Tímabil leigu hefst við undirritun leigusamnings og lýkur þegar leigutaki hefur skilað þeim búnaði sem hann hefur á leigu aftur í vörslur leigusala. Skil á búnaði geta aðeins átt sér stað á starfsstöð leigusala, innan þess opnunartíma sem tilgreindur er á vefsvæði leigusala hverju sinni. Leigugjald samkvæmt verðskrá reiknast til samræmis við lengd leigutímabils.

Leigugjöld, önnur gjöld og innheimta:

16. Leigugjöld, sem og önnur gjöld fyrir hvers kyns vörur og þjónustu, ákvarðast samkvæmt gjaldskrá leigusala (Hreinir Garðar ehf.) hverju sinni.

17. Leigusali áskilur sér rétt til að innheimta leigugjald með útgáfu reiknings á hendur leigutaka nái leigutímabil yfir næstu mánaðarmót frá upphafi leigutímabils, enda hafi leigutaki haft búnað á leigu í tvær vikur (14 daga) hið minnsta við mánaðarmót. Þá áskilur leigusali sér rétt til að gefa út reikning samkvæmt gjaldskrá eða samningi við leigutaka um hver mánaðarmót upp frá því tímamarki sem að ofan greinir, allt þar til leigutaki skilar búnaði aftur í vörslur leigusala. Þegar leigutaki skilar búnaði sem hann hefur greitt leigugjald af mánaðarlega aftur í vörslur leigusala verður gefinn út reikningur fyrir því sem stendur út af frá síðustu mánaðarmótum, allt til skiladags, samkvæmt gjaldskrá leigusala.

18. Reikningur sem gefinn er út samkvæmt ákvæðum skilmála þessa skal gjaldfærður ekki síðar en seinasta virka dag hvers mánaðar. Gjalddagi reiknings er sama dag og reikningur er gefinn út. Reikningur fellur á eindaga að tíu dögum liðnum frá gjalddaga. Frá því að reikningur fellur á eindaga falla á hann dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, allt þar til hann hefur verið að fullu greiddur. Ákvæði III. kafla laga nr. 38/2001 gilda um útreikning og innheimtu dráttarvaxta samkvæmt ákvæði þessu.

19. Leigutaki sem hefur greitt leigusala bætur vegna búnaðar, sem af einhverjum sökum var ekki skilað í vörslur leigusala við lok leigutímabils, sbr. 10. gr., á ekki rétt til endurgreiðslu sem nemur fjárhæð þeirra bóta sem hann hefur greitt leigusala. Leigusali áskilur sér rétt til að innheimta leigugjald fyrir tímabilið frá því að ofangreindar bætur voru greiddar, allt þar til umræddum búnaði hefur verið skilað aftur í vörslur hans. Um innheimtu leigugjalda, sem og annarra gjalda, samkvæmt ákvæði þessu fer eftir 17. gr.

20. Gjaldskrá leigusala kann að taka breytingum á leigutímabili. Áskilur leigusali sér rétt til að innheimta leigugjald samkvæmt gjaldskrá eins og hún liggur fyrir hverju sinni.

Almenn ákvæði:

21. Leigusali ber enga ábyrgð á líkams-, lífs eða munatjóni sem leigutaki eða þriðji maður kann að verða fyrir og orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á búnaði sem leigutaki hefur undir höndum á leigutímabilinu. Þá ber leigusali enga ábyrgð á afleiddu tjóni, til að mynda tekjutapi vegna verkstöðvunar, sem rekja má til bilunar í búnaði eða annarra sambærilegra orsaka.

22. Leigusali áskilur sér rétt til að kanna ástand búnaðar sem hann hefur leigt út, hvenær sem er á leigutímabilinu, með hæfilegum fyrirvara. Leigusali skal þó ekki gefa minna en fjögurra (4) klukkustunda fyrirvara um ástandsskoðun, nema ef sérstaklega stendur á.

23. Standi leigutaki ekki skil á greiðslum leigugjalds eða annarra tilfallandi gjalda sem getið er um í skilmálum þessum eða gjaldskrá leigusala, eða vanefnir samning þennan með öðrum hætti, áskilur leigusali sér rétt til að endurheimta þann búnað sem leigutaki hefur í vörslum sínum. Að beiðni leigusala skal leigutaki afhenda leigusala búnað án tafar, enda þótt ágreiningur sé uppi á milli aðila. Sé leigutaka ekki fært að skila búnaði að ósk leigusala er honum skylt að gera nauðsynlegar ráðstafanir svo leigusali geti með góðu móti nálgast búnaðinn. Allur kostnaður sem kann að falla til vegna aðgerða samkvæmt ákvæði þessu kemur í hlut leigutaka. Endurheimt leigusala á búnaði leysir leigutaka ekki undan efndaskyldu samkvæmt skilmálum þessum.

24. Leigusali mælist eindregið til þess að leigutaki, eða umboðsmaður hans, sé viðstaddur afgreiðslu og skil á þeim búnaði sem hann tekur á leigu. Með fjarveru sinni fyrirgerir leigutaki rétti sínum til að gera athugasemdir við afgreiðslu leigusala á búnaði.

Ökuritar:

25. Eftirfarandi upplýsingum er safnað saman af leigusala frá sérhverjum búnaði sem búið er ökurita: Staðsetning, ökuhraði, hröðun, upplýsingar um högg (staðsetning, þyngdarafl og stefna ákomu) ásamt upplýsingum um staðsetningu og virkni búnaðar. Þessum upplýsingum er safnað saman af eftirfarandi ástæðum: Greining og forvarnir vegna glataðs eða stolins búnaðar í eigu fyrirtækisins, umsýsla vátryggingakrafna, auðkenning óleyfilegrar tilfærslu búnaðar, að fylgjast með og bæta aksturshegðun viðskiptavina, stýring tækjaflota. Upplýsingar um meðferð persónugreinanlegra gagna er að finna í persónuverndarstefnu Hreinna Garða ehf.

Senda fyrirspurn