Garðaúðun

Garðaúðun

Við höfum margra áratuga reynslu af garðaúðun og mikinn fjölda ánægðra viðskiptavina. Frá stofnun höfum við verið leiðandi í garðaúðun á stór-höfuðborgarsvæðinu.

Við leggjum mikla áherslu á faglega þjónustu og að farið sé í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um notkun eiturefna.

Asparglitta í víði.

Spurt og svarað

Spurt og svarað

Án undantekningar er úðað í þurru veðri. Virknin á efninu er eingöngu um 3-5 tímar. Gott er að vera ekki að óþörfu í garðinum fyrstu tímana eftir úðun.

Nei. Garðaúðun er ekki fyrirbyggjandi og það er ekkert sjálfgefið að þörfin sé árleg. Þetta er alltaf matsatriði og því er um að gera fyrir fólk að vera meðvitað um þörfina sjálft og/eða versla við aðila sem það treystir til að meta hana.

Við notum Permasect, sem er eitur í C-flokki. Það er lítið eitrað gagnvart fólki og spendýrum en er banvænt fyrir flest skordýr og áttfætlur og getur verið mjög skaðlegt fiskum og öðru lífríki vatna. Við garðaúðun er Permasectið mjög vatnsblandað og hverfur á nokkrum dögum eftir garðaúðun. Ekki er ráðlegt að neyta matjurta úr garði í 14 daga eftir garðaúðun og best er að halda notkun garðsins í lágmarki í 2 sólarhringa eftir garðaúðun. Við setjum upp varúðarmerkingar við þá garða sem við höfum úðað, þar sem kemur fram hvaða dag var úðað og hvernig haga skal umgengni í garðinum í kjölfarið.

Hjá okkur eru nokkrir starfsmenn með réttindi til að úða garða og samanlögð reynsla starfsmanna okkar af garðaúðun er rúmlega 60 ár. Okkar starfsmenn hafa allir fengið þjálfun hjá Brandi Gíslasyni skrúðgarðyrkjumeistara sem býr yfir rúmlega 40 ára reynslu af garðaúðun. Við höfum öll nauðsynleg leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu og umhverfisstofnun og notum vottað húsnæði og eiturefnageymslu.

Helstu tegundir sem við erum að fylgjast með er asparglitta og maðkur í trjám. Lús í trjám er eðlileg og gerir lítinn skaða þó hún geti verið hvimleið í miklu magni fyrir garðeigendur.

Það sem orsakar að laufblöð á birkitrjám verða brún að sumri er Birkikemba (birkismuga). Það er fiðrildi sem verpir í brum trjánna snemma að vori. Lirfan fer svo á milli laga í laufblaðinu. Það er ekkert efni sem vinnur á þessari óværu og verðum við því að lifa með að sum sumur verða blöðin brún. 

Nei. Í fyrsta lagi er sitkalús ekkert sérstaklega bundin við haustin. Hún getur alveg eins valdið skaða á öðrum árstímum. Í öðru lagi eru aðrar aðferðir mögulegar til að eiga við grenilúsina. T.d. getur verið sniðugt að sprauta einfaldlega vatni á trén þegar mikið frost er. Þá myndast klaki á trénu sem drepur lúsina. En annars gildir það sama hér og varðandi aðra garðaúðun. Það er alfarið matsatriði hverju sinni hvort þörf sé á úðun.

Frekar nýleg óværa hjá okkur er rifsþéla. Rifsþélan er frekar stór og gráðug miðað við aðrar óværur. Hún hefur verið mest að láta sjá sig um miðjan júlí síðustu ár. Það er erfitt að eltast við hana þar sem hún er mjög snögg að klára heilan runna. Dæmi eru um að hún klári heilan runna á 2 dögum. Almennt er ekki úðað við rifsþélu.

Ef runnar eða tré eru klippt vel undir ársvöxt eru þau yfirleitt ca 2 vikum seinni af stað að vori að laufgast. Ef maðkur eða asparglitta kemst í trén á þessum tíma geta þær skemmt brumið. Ef brumið er klárað af óværunni eyðir plantan allri orkunni í það að komast af stað en endar svo með orkulaust rótarkerfi. Ef það gerist deyr plantan.

Senda fyrirspurn