fbpx

Illgresiseyðing

Illgresiseyðing

Í mörgum görðum er illgresi orðið mikið vandamál. Oft er illgresiseyðing eina leiðin til að ná árangri þegar lífseigustu illgresistegundirnar hafa fengið að leika lausum hala of lengi.

 

Að eyða Illgresi getur verið nauðsin

Spurt og svarað

Spurt og svarað

Eitur hefur mesta virkni á vorin þegar plönturnar hafa spírað og eru í vexti.

Þar sem efnið má ekki fara á laufblöð trjáa og runna þyrfti Illgresiseyðing nálægt þeim plöntum að eiga sér stað fyrir laufgun þeirra.

Í þeim tilfellum þar sem lífsseigt og sterkt illgresi hefur náð yfirhöndinni skila aðrar aðferðir en illgresiseyðing mjög litlum árangri og nánast engum til lengri tíma.

Þó vissulega væri gott að þurfa aldrei að nota efni til illgresiseyðingar neinsstaðar, þá er raunveruleikinn sá að í vissum aðstæðum eru nánast engir aðrir möguleikar í boði.

Nei. Efnið sem notað er í illgresiseyðingu virkar í gegnum blaðgrænu plöntunnar sem úðað er á og halda sig innan hennar. Efnið sest ekki í jarðveginn og því er óhætt að nota jarðveginn til plöntunar eftir að illgresiseyðing hefur náð fullum árangri.

Eina undantekningin á þessu eru aspir. Ekki má nota eitur á ösp ef aðrar aspir eru nálægar vegna þess að rótarkerfi þeirra eiga það til að vaxa saman ofan í jörðinni. Því gæti efnið ferðast úr einni plöntu yfir í aðra.

Við notum sérútbúinn búnað sem er knúinn með rafmagnsdælum. Byssurnar eru með löngu skafti sem gerir okkur kleift að eitra alveg við jörðina og þannig stjórnum við algjörlega hvað er eitrað og hvað ekki.

Já. þá er notað tvíkímblaða lyf sem hefur ekki áhrif á grasið. 

Ekki allt illgresi þarf að eitra heldur aðeins þær tegundir sem nánast ómögulegt er að losna við á annan hátt. t.d. kerfil, hófblöðku, bjarnarkló, skriðsóley og húnakló.

Alls ekki. Illgresiseitrun er eingöngu notuð þar sem illgresi hefur náð yfirhöndinni. Þá er hugsanlegt að eitra svæðið að vori tvisvar sinnum. En með eitri þarf að fylgja viðhald, hreinsun á svæðinu og að bæta við yfirlagsefni, s.s. kurli eða sandi. Ef þeir þættir fylgjast ekki hönd í hönd þá er garðurinn fljótur að falla í sama horf. 

Nei. Ef eitrun er notuð á sama svæðið ár eftir ár mun illgresið mynda ónæmi gegn eitrinu.

Senda fyrirspurn