
Úði - 2011
Frá upphafi voru Hreinir Garðar í samstarfi við Úða ehf. um úðun á görðum sem voru að öðru leyti í þjónustu Hreinna Garða. Um áramót 2011 sameinuðust svo Hreinir Garðar og Úði ehf. Við þá sameiningu var hægt að fjölga þjónustuliðum og bæta þjónustu beggja fyrirtækja til muna.
Brandur Gíslason skrúðgarðyrkjumeistari stofnaði Úða ehf þann 15 júlí 1973. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið leiðandi í garðaúðun á stór-höfuðborgarsvæðinu og hefur skapað sér nafn sem traust og heiðarlegt fyrirtæki.
Úði hefur alltaf lagt mikla áherslu á faglega þjónustu og að farið sé í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um notkun eiturefna. Auk garðaúðunar hafði fyrirtækið einnig tekið að sér almenna garðyrkju, s.s. trjáklippingar, trjáfellingar, beðahreinsun ofl.
Brandur sá um garðaúðun hjá Hreinum Görðum til ársins 2015, þegar hann hætti sökum aldurs.