fbpx

Hreinir Garðar

Hreinir Garðar er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. Stofnendur fyrirtækisins eru bræðurnir Þorsteinn Kr. Haraldsson og Þorgrímur Haraldsson, sem eiga fyrirtækið ásamt Davíð Long og Haraldi Þorsteinssyni.

Við tökum að okkur bæði stór og smá verkefni fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki og bæjarfélög. Þjónustan sem við bjóðum upp á er t.d garðsláttur í áskrift, beðahreinsun , trjáklippingar, trjáfellingar, stubbatæting og önnur garðyrkja sem snýr að viðhaldi. Við seljum einnig og setjum upp jólaseríur fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki.

Hreinir Garðar var stofnað í september 2009 og voru starfsmennirnir aðeins tveir. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt, bætt við sig vélum, bílum og starfsfólki auk þess að stækka húsnæðið úr litlum 16 fm bílskúr í 430 fm húsnæði með öflugu verkstæði. Yfir veturinn starfa rúmlega 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu en á sumrin fjölgar starfsfólki umtalsvert. Meðal starfsmanna eru skrúðgarðyrkjumeistari, skrúðgarðyrkjunemar auk þess sem aðrir starfsmenn hafa margra ára reynslu af garðyrkjustörfum.

TÍMALÍNA

2009

Hreinir Garðar stofnað

ÚT að vinna

Fyrstu árin fjölgaði starfsmönnum hratt, úr tveggja manna teymi eigendanna yfir í u.þ.b. 10 manna starfslið. Mikið vinnuálag en ótrúlega skemmtilegur tími.

2010

2011

úði ehf

Frá upphafi voru Hreinir Garðar í samstarfi við Úða ehf. um úðun á görðum sem voru að öðru leyti í þjónustu Hreinna Garða. Um áramót 2011 sameinuðust svo Hreinir Garðar og Úði ehf. Við þá sameiningu var hægt að fjölga þjónustuliðum og bæta þjónustu beggja fyrirtækja til muna.

Brandur Gíslason skrúðgarðyrkjumeistari stofnaði Úða ehf þann 15 júlí 1973. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið leiðandi í garðaúðun á stór-höfuðborgarsvæðinu og hefur skapað sér nafn sem traust og heiðarlegt fyrirtæki.

Úði hefur alltaf lagt mikla áherslu á faglega þjónustu og að farið sé í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um notkun eiturefna. Auk garðaúðunar hafði fyrirtækið einnig tekið að sér almenna garðyrkju, s.s. trjáklippingar, trjáfellingar, beðahreinsun ofl.

Brandur sá um garðaúðun hjá Hreinum Görðum til ársins 2015, þegar hann hætti sökum aldurs.

BARÐ ehf

Árið 2012 sameinuðust Hreinir Garðar og Úði við Barð ehf.

Haraldur Þorsteinsson sendibílsstjóri stofnaði og rak Barð ehf frá upphafi þar til fyrirtækið sameinaðist Hreinum Görðum. Hann er faðir eigenda Hreinna Garða og hluthafi í fyrirtækinu.

Haraldur hóf sendibílaakstur 1. apríl 1987 og í maí sama ár var hann farinn að keyra út og setja saman skrifstofuhúsgögn fyrir Pennann. Meðfram því ók hann og setti upp fyrir Axis í fáein ár. Einnig keyrði hann fyrir Gagnaeyðingu í 10 ár ásamt því að aðstoða við útkeyrslu Morgunblaðsins í rúm 14 ár. Vinnan hjá Pennanum óx hinsvegar stöðugt þar til allt annað varð á endanum að víkja.

Einkareksturinn var svo settur inn í Barð ehf við stofnun þess sem síðar var svo sameinað við Hreina Garða. Hreinir Garðar tóku því við þjónustusamningi við Pennann um útkeyrslu, dreifingu og uppsetningu skrifstofuhúsgagna til ársloka 2015.

2012

2017

UMBOð FYRIR KRANMAN

Hreinir Garðar tóku við umboði fyrir sænska fyrirtækið Kranman.

Kranman framleiðir vörur sem auðvelda efnisvinnslu og flutninga á trjám við grisjun og trjáfellingar.

Hreinir Garðar logo hvítt

10 ÁRA

Í tilefni 10 ára afmælis Hreinna Garða var ákveðið að útbúa nýtt lógó og fella út Úða nafnið. 

2019

2019

UMBOð FYRIR IRUS

Hreinir Garðar tóku við umboði fyrir þýska fyrirtækið Irus.

IRUS framleiðir sérútbúnar, fjarstýrðar brekkuvélar sem bæði er hægt að nota í garðslátt og stubbatætingar.

ÆRSLABELGIR

Ærslabelgir eru framleiddir hjá Blaabjerg í Danmörku, sem var stofnað 1983. Síðan þá hafa mörg þúsund Ærslabelgir verið settir upp, m.a. í Danmörku, Englandi , Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi, Íslandi  og fleiri stöðum.

Árið 2005 fór Einar Karlsson í ferðalag til Danmerkur með fjölskyldunni. Þar rákust þau á Ærslabelg og börnin voru auðvitað æst í að prófa. Einar sá strax að þetta væri algjör snilld sem krakkarnir elskuðu svo hann ákvað að hafa samband við framleiðandann og falast eftir því að fá að flytja þetta inn til Íslands.

Árið 2006 setti hann svo upp fyrsta Ærslabelginn og síðan þá hefur hann selt og sett upp fleiri en 100 Ærslabelgi á Íslandi.

2021 tóku Hreinir Garðar við rekstri og sölu á Ærslabelgjunum af Einari. Hreinir Garðar stefna á að halda áfram því frábæra starfi sem Einar hefur sinnt fram að þessu og reyna að gera Ærslabelgina enn aðgengilegri fyrir alla aldurshópa.

2021

2022

FÖrst Kurlarar

Hreinir Garðar tóku við umboði fyrir breska fyrirtækið Först global.

Först eru með söluhæstu trjákurlurum í Evrópu og taldir vera þeir bestu á markaðnum af  atvinnumönnum.

JafnlaunaStaðfesting

Hreinir Garðar fá jafnlaunastaðfestingu.

Það er vilji eigenda og stjórnenda Hreinna Garða að starfsmenn séu ánægðir og líði vel í starfi. Við teljum að það öðlast jafnlaunastaðfestingu sé partur af því að stuðla að vellíðan starfsmanna.

2023

2009

Hreinir Garðar stofnað

2010

ÚT að vinna

Fyrstu árin fjölgaði starfsmönnum hratt, úr tveggja manna teymi eigendanna yfir í u.þ.b. 10 manna starfslið. Mikið vinnuálag en ótrúlega skemmtilegur tími.

2011

úði ehf

Frá upphafi voru Hreinir Garðar í samstarfi við Úða ehf. um úðun á görðum sem voru að öðru leyti í þjónustu Hreinna Garða. Um áramót 2011 sameinuðust svo Hreinir Garðar og Úði ehf. Við þá sameiningu var hægt að fjölga þjónustuliðum og bæta þjónustu beggja fyrirtækja til muna.

Brandur Gíslason skrúðgarðyrkjumeistari stofnaði Úða ehf þann 15 júlí 1973. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið leiðandi í garðaúðun á stór-höfuðborgarsvæðinu og hefur skapað sér nafn sem traust og heiðarlegt fyrirtæki.

Úði hefur alltaf lagt mikla áherslu á faglega þjónustu og að farið sé í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um notkun eiturefna. Auk garðaúðunar hafði fyrirtækið einnig tekið að sér almenna garðyrkju, s.s. trjáklippingar, trjáfellingar, beðahreinsun ofl.

Brandur sá um garðaúðun hjá Hreinum Görðum til ársins 2015, þegar hann hætti sökum aldurs.

2012

BARÐ ehf

Árið 2012 sameinuðust Hreinir Garðar og Úði við Barð ehf.

Haraldur Þorsteinsson sendibílsstjóri stofnaði og rak Barð ehf frá upphafi þar til fyrirtækið sameinaðist Hreinum Görðum. Hann er faðir eigenda Hreinna Garða og hluthafi í fyrirtækinu.

Haraldur hóf sendibílaakstur 1. apríl 1987 og í maí sama ár var hann farinn að keyra út og setja saman skrifstofuhúsgögn fyrir Pennann. Meðfram því ók hann og setti upp fyrir Axis í fáein ár. Einnig keyrði hann fyrir Gagnaeyðingu í 10 ár ásamt því að aðstoða við útkeyrslu Morgunblaðsins í rúm 14 ár. Vinnan hjá Pennanum óx hinsvegar stöðugt þar til allt annað varð á endanum að víkja.

Einkareksturinn var svo settur inn í Barð ehf við stofnun þess sem síðar var svo sameinað við Hreina Garða. Hreinir Garðar tóku því við þjónustusamningi við Pennann um útkeyrslu, dreifingu og uppsetningu skrifstofuhúsgagna til ársloka 2015.

2017

UMBOð FYRIR KRANMAN

Hreinir Garðar tóku við umboði fyrir Sænska fyrirtækið Kranman.

Kranman framleiðir vörur sem auðvelda efnisvinnslu og flutninga á trjám við grisjun og trjáfellingar.

2019

Hreinir Garðar logo hvítt

10 ÁRA

Í tilefni 10 ára afmælis Hreinna Garða var ákveðið að útbúa nýtt lógó og fella út Úða nafnið. 

2019

UMBOð FYRIR IRUS

Hreinir Garðar tóku við umboði fyrir þýska fyrirtækið Irus.

IRUS framleiðir sérútbúnar, fjarstýrðar brekkuvélar sem bæði er hægt að nota í garðslátt og stubbatætingar.

2021

ÆRSLABELGIR

Ærslabelgir eru framleiddir hjá Blaabjerg í Danmörku, sem var stofnað 1983. Síðan þá hafa mörg þúsund Ærslabelgir verið settir upp, m.a. í Danmörku, Englandi , Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi, Íslandi  og fleiri stöðum.

Árið 2005 fór Einar Karlsson í ferðalag til Danmerkur með fjölskyldunni. Þar rákust þau á Ærslabelg og börnin voru auðvitað æst í að prófa. Einar sá strax að þetta væri algjör snilld sem krakkarnir elskuðu svo hann ákvað að hafa samband við framleiðandann og falast eftir því að fá að flytja þetta inn til Íslands.

Árið 2006 setti hann svo upp fyrsta Ærslabelginn og síðan þá hefur hann selt og sett upp fleiri en 100 Ærslabelgi á Íslandi.

2021 tóku Hreinir Garðar við rekstri og sölu á Ærslabelgjunum af Einari. Hreinir Garðar stefna á að halda áfram því frábæra starfi sem Einar hefur sinnt fram að þessu og reyna að gera Ærslabelgina enn aðgengilegri fyrir alla aldurshópa.

2022

FÖrst Kurlarar

Hreinir Garðar tóku við umboði fyrir breska fyrirtækið Först global.

Först eru með söluhæstu trjákurlurum í Evrópu og taldir vera þeir bestu á markaðnum af  atvinnumönnum.

2023

Jafnlaunastaðfesting

Hreinir Garðar fá jafnlausastaðfestingu.

Það er vilji eigenda og stjórnenda Hreinna Garða að starfsmenn séu ánægðir og líði vel í starfi. Við teljum að það öðlast jafnlaunastaðfestingu sé partur af því að stuðla að vellíðan starfsmanna.