Trjáfellingar

Aðeins sérþjálfaðir starfsmenn með mikla reynslu sinna trjáfellingum hjá Hreinum Görðum

Trjáfellingar

Við höfum margra ára reynslu við trjáfellingar og höfum bæði búnað og getu í að taka niður verulega stór og erfið tré. Við trjáfellingar er alltaf um að ræða tveggja manna teymi sem bæði fellir tréð og fjarlægir það úr garðinum.

Hvernig við vinnum

Við metum aðstæður hverju sinni þegar um trjáfellingar er að ræða og veljum þá aðferð sem hentar best. Í þeim tilfellum sem það er hægt er tréð látið falla niður á jörð þar sem það er svo bútað niður í smærri einingar. Í erfiðari tilfellum, þar sem þröngt er, þá klifrum við tréð og bútum það niður ofanfrá. Í erfiðustu aðstæðunum notum við rigging-búnað, þar sem við getum látið greinar síga niður úr trénu eða notum kranabíl til aðstoðar. Trjáfellingar eru vandasöm vinna þar sem tré eru gjarnan bæði stór og þung og geta valdið miklum skaða, lendi þau á óæskilegum stað. Þessvegna er mikilvægt að fá fagmenn í verkið, sérstaklega þegar um stærri og erfiðari trjáfellingar er að ræða.

Við skoðum garðinn

Ef þú vilt láta meta þörf eða kostnað við trjáfellingar í þínum garði, þá mætum við á staðinn þér á kostnaðarlausu, skoðum aðstæður og gefum þér verð í verkið.

Fylgstu með okkur vinna