Trjáklippingar

Menntun og margra ára reynsla af trjáklippingum

Trjáklippingar

Hreinir Garðar búa yfir margra ára reynslu við trjáklippingar. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og góðan frágang við trjáklippingar svo garðurinn verði sem fallegastur.

Hvenær er besti tíminn fyrir trjáklippingar?

Við klippingu á runnum og limgerði þarf að huga að ýmsu. Besti tíminn fyrir trjáklippingar er á vorin, áður en plönturnar laufgast. Auk þess að vera betra fyrir plönturnar, þá er það einnig praktískt þar sem þá er minni úrgangur til að fjarlægja en það vill oft verða ansi mikið sem fellur til við trjáklippingar. Hekk / limgerði og marga runna er einfaldast, fljótlegast og best að klippa með vélklippum en sumir runnar, s.s. rósir, sýrena og rifs njóta sín betur séu þeir grisjaðir með handklippum. Seinnihluta sumars er svo hægt að snyrta limgerði svo garðurinn líti betur út, en þá er mun minna klippt af. Við trjáklippingar og grisjun er ekki aðeins mikilvægt að horfa til árstíma eða tegunda. Ástand plantnanna er ekki síður mikilvægt, sem og hvernig við viljum að þær líti út og vaxi. Trjáklippingar og grisjun eru mikilvægur þáttur í því að móta runna og tré þannig að þau vaxi þann hátt sem þykir æskilegast við hverjar aðstæður.

Reynsla og þekking

Hjá okkur starfa bæði skrúðgarðyrkjumeistari og skrúðgarðyrkjufræðingur, auk  þess sem aðrir starfsmenn okkar hafa gríðarlega reynslu af trjáklippingum og öðrum garðyrkjustörfum. Við erum búnir bestu tækjum sem völ er á fyrir trjáklippingar og höfum mikinn metnað til að veita bestu mögulegu þjónustu.

Fylgstu með okkur vinna