Garðaúðun

Áratuga reynsla af garðaúðun

Garðaúðun

Við höfum margra áratuga reynslu af garðaúðun og mikinn fjölda ánægðra viðskiptavina. Við höfum frá stofnun verið leiðandi í garðaúðun á stór-höfuðborgarsvæðinu og höfum skapað okkur nafn sem traust og heiðarlegt fyrirtæki. Við leggjum mikla áherslu á faglega þjónustu og að farið sé í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um notkun eiturefna.

Að hverju þarf að huga við garðaúðun

Við leggjum gríðarlega mikið upp úr heiðarlegum og faglegum vinnubrögðum við garðaúðun. Við skoðum alla garða vandlega og metum þörf á úðun. Garðaúðun er ekki fyrirbyggjandi og því úðum við ekki nema nauðsynlegt sé. Þörfina fyrir garðaúðun greinum við með því að skoða trjágróðurinn í garðinum og leita að ummerkjum um maðk, lús eða aðra óværu. Ekki er þörf á að úða ef aðeins er um örfáar lirfur eða lýs að ræða. Við reynum líka að miðla af þekkingu okkar og reynslu til viðskiptavina svo þeir geti sjálfir fylgst með hvenær þörf er á garðaúðun og hvenær ekki.

Þarf að framkvæma garðaúðun á hverju ári?

Nei. garðaúðun er ekki fyrirbyggjandi og það er ekkert sjálfgefið að þörfin sé árleg. Þetta er alltaf matsatriði og því er um að gera fyrir fólk að vera meðvitað um þörfina sjálft og/eða versla við aðila sem það treystir til að meta hana.

Hvaða eitur er notað við garðaúðun

Við notum Permasect, sem er eitur í C-flokki. Það er lítið eitrað gagnvart fólki og spendýrum en er banvænt fyrir flest skordýr og áttfætlur og getur verið mjög skaðlegt fiskum og öðru lífríki vatna. Við garðaúðun er Permasectið mjög vatnsblandað og hverfur á nokkrum dögum eftir garðaúðun. Ekki er ráðlegt að neyta matjurta úr garði í 14 daga eftir garðaúðun og best er að halda notkun garðsins í lágmarki í 2 sólarhringa eftir garðaúðun. Við setjum upp varúðarmerkingar við þá garða sem við höfum úðað, þar sem kemur fram hvaða dag var úðað og hvernig haga skal umgengni í garðinum í kjölfarið.

Þarf að framkvæma garðaúðun fyrir grenilús á hverju hausti?

Nei. Í fyrsta lagi er sitkalús ekkert sérstaklega bundin við haustin. Hún getur alveg eins valdið skaða á öðrum árstímum. Í öðru lagi eru aðrar aðferðir mögulegar til að eiga við grenilúsina. T.d. getur verið sniðugt að sprauta einfaldlega vatni á trén þegar mikið frost er. Þá myndast klaki á trénu sem drepur lúsina. En annars gildir það sama hér og varðandi aðra garðaúðun. Það er alfarið matsatriði hverju sinni hvort þörf sé á úðun.

Reynsla og réttindi við garðaúðun

Hjá okkur eru nokkrir starfsmenn með réttindi til að úða garða og samanlögð reynsla starfsmanna okkar af garðaúðun er rúmlega 60 ár. Okkar helsta vopn í úðuninni er Brandur Gíslason skrúðgarðyrkjumeistari sem býr yfir rúmlega 40 ára reynslu af garðaúðun. Við höfum öll nauðsynleg leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu og umhverfisstofnun og notum vottað húsnæði og eiturefnageymslu.

Fylgstu með okkur vinna