Garðsláttur

Garðsláttur og áburðargjöf í áskrift

Garðsláttur

Einn stærsti þjónustuliður okkar er garðsláttur í áskrift fyrir einkagarða, húsfélög og fyrirtæki. Við notum eingöngu bestu fáanlegu sláttuvélar til að tryggja jafnan og góðan slátt. Við orfum svo alla kanta og blásum gras af stéttum í kjölfarið á slætti svo garðurinn sé snyrtilegur og fínn að verki loknu. Lykillinn að fallegri flöt og þ.a.l. fallegum garði er reglulegur og vandaður garðsláttur.

Hversu oft á að slá garðinn yfir sumarið

Garðsláttur er líklega ódýrasta og besta leiðin til að viðhalda fallegum garði. Aðalatriðið við að halda grasinu heilbrigðu og fallegu yfir sumarið er reglulegur garðsláttur. Við miðum við að slá á u.þ.b. 14 daga fresti frá miðjum maí til mánaðamóta ágúst og september. Í einhverjum tilfellum þarf að slá oftar, í öðrum hugsanlega sjaldnar. En það er mikilvægt að garðsláttur sé ekki látinn bíða of lengi, þar sem grasið má ekki vaxa úr hófi á milli þess sem það er slegið. Bæði verður garðsláttur þyngri og erfiðari, en auk þess getur það haft slæm áhrif á grasið sjálft.

Hvað er besta ráðið gegn mosa

Besta vörnin gegn mosa er gott viðhald grasflatarinnar. Það þýðir einfaldlega; regluleg áburðargjöf og reglulegur garðsláttur. Ekki er ráðlegt að gefa mikinn áburð bara einu sinni yfir sumarið. Betra er að nálgast þetta eins og mataræðið; gefa frekar minni skammta og oftar. Við bjóðum upp á áburðargjöf í áskrift meðfram garðslættinum.

Fylgstu með okkur vinna