Illgresiseyðing

Við tökum að okkur illgresiseyðingu fyrir einkalóðir, húsfélög, fyrirtæki og bæjarfélög

Illgresiseyðing

Í mörgum görðum er illgresi orðið mikið vandamál. Oft er illgresiseyðing eina leiðin til að ná árangri þegar lífseigustu illgresistegundirnar hafa fengið að leika lausum hala of lengi.

Besti tíminn til illgresiseyðingar

Illgresiseyðing hefur mesta virkni á vorin þegar plönturnar hafa spírað og eru í vexti. Þar sem efnið má ekki fara á laufblöð trjáa og runna þyrfti illgresiseyðing nálægt þeim plöntum að eiga sér stað fyrir laufgun þeirra.

Afhverju illgresiseyðing?

Í þeim tilfellum þar sem lífsseigt og sterkt illgresi hefur náð yfirhöndinni skila aðrar aðferðir en illgresiseyðing mjög litlum árangri og nánast engum til lengri tíma. Þó vissulega væri gott að þurfa aldrei að nota efni til illgresiseyðingar neinsstaðar, þá er raunveruleikinn sá að í vissum aðstæðum eru nánast engir aðrir möguleikar en illgresiseyðing í boði ætli maður að stöðva þessar plöntur.

Hefur efnið sem við notum áhrif á jarðveg eða aðrar nálægar plöntutegundir?

Nei. Efnið sem notað er í illgresiseyðingu virkar í gegnum blaðgrænu plöntunnar sem úðað er á og halda sig innan hennar. Efnið sest ekki í jarðveginn og því er óhætt að nota jarðveginn til plöntunar eftir að illgresiseyðing hefur náð fullum árangri. Eina undantekningin á þessu eru aspir. Þær má ekki nota efni til illgresiseyðingar á séu aðrar aspir nálægar vegna þess að rótarkerfi þeirra eiga það til að vaxa saman ofan í jörðinni. Því gæti efnið ferðast úr einni plöntu yfir í aðra.

Fylgstu með okkur vinna