Stubbatæting

Frábær lausn til að losna við trjástubba úr görðum

Stubbatæting

Við bjóðum upp á þann möguleika að tæta niður trjástofna eftir trjáfellingar. Stubbatæting er góður kostur sem hentar mjög vel fyrir þá sem vilja síður hafa trjástubba standandi upp úr jörðinni í garðinum. Hvort sem um er að ræða stóra eða litla stubba þá er stubbatæting einfaldasta og besta leiðin til að losna við óæskilega trjástubba.

Kostir við stubbatætingu

Eftir trjáfellingu stendur stofninn eftir uppúr jörðinni. Þegar um aspir er að ræða er nauðsynlegt að drepa þann stofn, svo ekki komi upp rótarskot hér og þar. Í sumum tilfellum má eitra, en ekki öllum vegna nálægðar við aðrar lifandi aspir. Þá er stubbatæting góður kostur, þar sem stofninn og nærliggjandi rætur eru tættar burt. Fyrir vikið verða engin rótarskot og vandamálið er úr sögunni án þess að aðrar nálægar aspir hljóti nokkurn skaða af. Í mörgum tilfellum er stubbatæting eingöngu til að bæta útlit garðsins, s.s. ef ljótir stofnar standa eftir í annars fallegum beðum. Oft standa þessir stubbar uppúr grasflöt, þar sem þeir eru ekki til prýði og geta auk þess valdið skemmdum á sláttuvélum. Í svoleiðis tilfellum er stubburinn tættur niður, yfirborðið sléttað og svo tyrft yfir. Stubbatæting er því einföld og hagkvæm leið til að leysa málið.

Lítill og lipur stubbatætari

Stubbatætarinn okkar er tiltölulega nettur gripur, örlítið stærri en venjuleg heimilis sláttuvél. Fyrir vikið getum við notað hana í nánast öllum aðstæðum án þess að umhverfið verið fyrir nokkru raski þegar stubbatæting á sér stað.

Snyrtilegur frágangur

Af stubbatætingunni verður til mikið moldarblandað sag. Við fyllum upp í sárið með þessu efni og sléttum úr, en fjarlægjum það sem er umfram nema annars sé óskað. Í kjölfarið sópum við og blásum gras og stéttar svo nánast engin ummerki verði eftir stubbatætinguna.

Fylgstu með okkur vinna