fbpx

Garðsláttur

Garðsláttur

Lykillinn að fallegri flöt og fallegum garði er reglulegur og vandaður sláttur. Við bjóðum upp á garðslátt í áskrift fyrir einkagarða, húsfélög og fyrirtæki þar sem slegið er á tveggja vikna fresti.

Garðsláttur í áskrift tryggir að flötin verður snyrtileg og vel hirt allt sumarið. Við miðum við að slá á tveggja vikna fresti allt sumarið og erum þá að byrja í lok maí og hætta slætti í lok ágúst.

Hversu oft Á að slá

garðinn yfir summarið

Hversu oft Á að slá

garðinn yfir sumarið?

Garðsláttur er ódýrasta og skilvirkasta leiðin til að viðhalda fallegum garði. Aðalatriðið við að halda grasinu heilbrigðu og fallegu yfir sumarið er reglulegur sláttur.

Við miðum við að slá á u.þ.b. 14 daga fresti frá miðjum maí til mánaðamóta ágúst og september. Í einhverjum tilfellum þarf að slá oftar.

Við mælum gegn því að slá sjaldan til að spara sér kostnað eða vinnu. Það fer bæði illa með grasflötina og gerir það erfiðara að ná fallegum slætti.

garðsláttir og Áburðargjöf

gegn mosa

Garðsláttur og Áburðargjöf

gegn mosa

Besta vörnin gegn mosa er gott viðhald grasflatarinnar. Það þýðir einfaldlega; regluleg áburðargjöf og reglulegur garðsláttur. Við bjóðum upp á áburðargjöf í áskrift meðfram garðslættinum.

Með reglulegum slætti og reglulegri áburðargjöf styrkist rótarkerfi grassins, flötin verður grænni, heilbrigðari og fallegri.

Garðsláttur fyrir stærri

svæði og bæjarfélög

Garðsláttur fyrir stærri

svæði og bæjarfélög

Við sinnum einnig slætti fyrir bæjarfélög, stofnanir og aðra aðila. Þar erum við með stærri og öflugri vélar sem henta betur fyrir slíkan slátt. Traktor með sláttuvagni, sláttutraktorar og fjarstýrðar brekkuvélar eru meðal þeirra tækja sem við nýtum í þá þjónustu.

Við höfum sinnt slætti fyrir flest bæjarfélög höfuðborgarsvæðisins og búum að góðum tækjakosti og mikilli reynslu við smærri og stærri verkefni.