Jólaskreytingar

Fallegar jólaskreytingar fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki

Jólaseríur / Jólaskreytingar

Fyrir jólin bjóðum við upp á jólaskreytingar fyrir garða og heimili. Auk þess höfum við sérstakar lausnir fyrir stærri fyrirtæki. Við seljum jólaseríur, setjum þær upp og tökum þær niður sé þess óskað. Auk þess bjóðum við uppá geymslu á jólaseríunum milli ára endurgjaldslaust. Við skoðum allar pantanir vegna jólaskreytinga þér að kostnaðarlausu. Þá förum við yfir hvaða skreyting hentar hverju verkefni og gerum tilboð.

Jólaskreytingar jólaseríur

System 24 jólaseríur

Jólaseríurnar sem við notum kallast System 24. Um er að ræða díóðu jólaseríur sem keyra á mörgum litlum perum sem stirnir á. Jólaseríurnar ganga á 24 volta kerfi og eyða því mjög litlu rafmagni við notkun. Jólaseríurnar sjálfar eru dýrari en aðrar gerðir af jólaseríum, en vegna þess hve lítið rafmagn þær nota verður heildarkostnaðurinn jafnvel lægri en ef keyptar eru ódýrari seríur. Einn af stóru kostunum við System 24 jólaseríur er að perurnar í þeim eru verulega höggþolnar og hafa áætlaðan líftíma upp á u.þ.b. 20.000 klukkustundir.  System 24 kerfið býður upp á jólaseríur sem henta bæði í tré, runna, þakskegg og fleira og gefa frá sér mjög fallega og hlýlega lýsingu. Hægt er að fá jólaseríurnar í ýmsum litum.

jolaskreytingar-2015 Jólaseríur

System Expo jólaseríur

Forveri 24 kerfisins eru System Expo jólaseríurnar. Öfugt við System 24 er ekki um díóðu perur að ræða og því eyða þær meira rafmagni en hver jólasería er aðeins ódýrari. Þær eru sömuleiðis mjög höggþolnar, hafa áætlaðan líftíma upp á u.þ.b. 20.000 klukkustundir og henta mjög vel við íslenskar aðstæður. Einnig hefur hver pera sér viðnám svo ef ein pera fer þá leggst álagið ekki á næstu peru, sem þýðir að líftími jólaseríunnar styttist ekki þó ein pera fari og auk þess lýsa hinar perurnar áfram. Vegna þess hve margar perur eru í hverri 10m jólaseríu (100stk) er nánast ógjörningur að sjá þó ein pera fari. System Expo býður upp á jólaseríur sem henta bæði í tré, runna, þakskegg og fleira og gefa frá sér mjög fallega og hlýlega lýsingu. Hægt er að fá jólaseríurnar í ýmsum litum.

jolaskreytingar2 jólaseríur

Jólaskreytingar fyrir fyrirtæki

Við bjóðum upp á sérlausnir í jólaskreytingum fyrir fyrirtæki sem vilja sérhannaðar jólaskreytingar. Það vinnum við í samstarfi við Pfaff, sem er umboðsaðili fyrir Festilight. Festilight er franskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun jólaskreytinga fyrir fyrirtæki og bæjarfélög sem vilja meira en einfaldar jólaseríur. Slíkar jólaskreytingar þarf að sérhanna úti í Frakklandi og því þarf að panta þær með góðum fyrirvara. Þar sem hver skreyting er sérhönnuð og sérframleidd fyrir hvert verk eru möguleikarnir nánast óendanlegir. Þetta getur verið frábær leið til að skapa sér sérstöðu og vekja athygli á fyrirtækinu. Ef þér getur dottið það í hug, þá er hægt að framkvæma það.

jolaseriur-fyrir-fyrirtaeki-jolaskreytingar
pfaff-logo-jolaskreytingar

PFAFF

Við erum í samstarfi við PFAFF, sem er umboðsaðili fyrir allar vörur sem við notum til jólaskreytinga. Við bjóðum bæði upp á staðlaðar og sérhannaðar lausnir.

Fylgstu með okkur vinna