Helstu stærðir af Ærslabelgjum

Ærslabelgir

ærslabelgir

Ærslabelgir eru framleiddir hjá Blaabjerg í Danmörku, sem var stofnað 1983. Síðan þá hafa mörg þúsund Ærslabelgir verið settir upp, m.a. í Danmörku, Englandi , Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi, Íslandi  og fleiri stöðum.

Árið 2006 var fyrsti Ærslabelgurinn settur upp á Íslandi og síðan þá hafa rúmlega 100 Ærslabelgir bæst við.

2021 tóku Hreinir Garðar við rekstri og sölu á Ærslabelgjunum. Hreinir Garðar stefna á að halda áfram að gera Ærslabelgina enn aðgengilegri fyrir alla aldurshópa.

Ærslabelgir logo - Ærlsabelgur logo

Bæjarfélög og önnur

opin svæði

Bæjarfélög og önnur

opin svæði

Ærslabelgirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda á opnum svæðum bæjarfélaga, tjaldsvæða, bústaðahverfum og víðar.

Á Ærslabelg eru allir jafnir, óháð aldri eða getu. Gleðin við að hoppa tekur yfir og allir skemmta sér konunglega.

Tvö börn að hoppa á Ærslabelg. Ærslabelgur
Ungir krakkar skemmta sér á Ærslabelg

Húsfélög

Húsfélög

Ærslabelgir er frábær lausn fyrir húsfélög til að gera leiksvæðið að algjörri paradís fyrir fjölskyldufólkið.

Ærslabelgur er heilsueflandi leiktæki sem hvetur börn á öllum aldri til að fara út að leika frekar en að vera inni.

Miðað við stærð og fjölda þeirra sem geta nýtt þetta leiktæki er þetta mögulega hagkvæmasta leiktæki sem völ er á fyrir stærri lóðir.

Sérmerktir Ærslabelgir

Sérmerktir Ærslabelgir

Sérmerktir Ærslabelgir eru mjög vinsælir erlendis. Á belgina er hægt að prenta nokkurnvegin það sem þér dettur í hug.

Sérmerktur Ærslabelgur getur verið frábær kynning fyrir fyrirtæki og vörumerki.

heimasíða

heimasíða

Það er komin í loftið ný heimasíða fyrir Ærslabelgina sem er ætluð fyrir alla aldurshópa.

Markmiðið með síðunni er að hafa einn stað þar sem auðvelt er að finna allt sem þarf að vita um ærslabelgi og þá sérstaklega staðsetningu þeirra.

Við viljum að síðan sé eins aðgengileg og hægt er og svari öllum þörfum notenda og fögnum öllum ábendingum.

Gæðavottun

Gæðavottun

Ærslabelgir eru gerðir úr sterkum dúk sem er 910 gr./m2 og sérstaklega meðhöndlaður til að geta varist UV geislum og bleytu.

Ærslabelgirnir eru prufaðir eftir EN71-3 og vottaðir af TUV sem er gæðastimpill fyrir Ærslabelgina.

Dúkurinn í Ærslabelgjunum er í ábyrgð í 2 ár en áætlaður líftími hans áður en það þarf að skipta um hann er á bilinu 8-10 ár.

Gæðavottun

Gæðavottun

Ærslabelgir eru gerðir úr sterkum dúk sem er 910 gr./m2 og sérstaklega meðhöndlaður til að geta varist UV geislum og bleytu.

Ærslabelgirnir eru prufaðir eftir EN71-3 og vottaðir af TUV sem er gæðastimpill fyrir Ærslabelgina.

Dúkurinn í Ærslabelgjunum er í ábyrgð í 2 ár en áætlaður líftími hans áður en það þarf að skipta um hann er á bilinu 8-10 ár.

Hafðu Samband

Hafðu Samband

Hvort sem um ræðir ábendingu, þjónustubeiðni eða tilboðsbeiðni  þá er þér meira en velkomið að senda okkur skilaboð hér og við munum svara eins fljótt og kostur er.

Vinsamlegast fylltu út formið með helstu upplýsingum og starfsmaður frá Hreinum Görðum mun vera í sambandi við þig.

Hafðu Samband

Hafðu Samband

Hvort sem um ræðir ábendingu, þjónustubeiðni eða tilboðsbeiðni  þá er þér meira en velkomið að senda okkur skilaboð hér og við munum svara eins fljótt og kostur er.

Vinsamlegast fylltu út formið með helstu upplýsingum og starfsmaður frá Hreinum Görðum mun vera í sambandi við þig.

Ærslabelgir - Ærlsabelgur