Gróðurssetning
Gróðursetning
Útplöntun hefur aukist til muna hjá okkur undanfarin ár. Við erum með skrúðgarðyrkjumeistara innanborðs ásamt nokkrum nemum í skrúðgarðyrkjufræði. Við búum yfir góðri plöntuþekkingu og tökum bæði að okkur verkefni í útplöntun sem og ráðgjöf við hverju skal planta.
Undanfarin ár höfum við séð um mjög mikið af útplöntunum og gróðursetningum fyrir stærri verktaka og byggingaraðila. Sömuleiðis sinnum við miklum fjölda af stofnunum, fyrirtækjum og einkaaðilum, hvort sem um er að ræða gróðursetningu á stærri trjám og runnum eða fjölæringum og sumarblómum.
Þegar kemur að plöntuvali og útplöntun er mikilvægt að vanda til verka og vinna af fagmennsku, svo plönturnar dafni sem best og njóti sín. Við höfum bæði menntun og margra ára reynslu til að sinna útplöntun svo útkoman verði eins og best verður á kosið.