Gróðursetning á trjám - Planta trjám

Gróðurssetning

Gróðursetning

Útplöntun hefur aukist til muna hjá okkur undanfarin ár. Við erum með skrúðgarðyrkjumeistara innanborðs ásamt nokkrum nemum í skrúðgarðyrkjufræði. Við búum yfir góðri plöntuþekkingu og tökum bæði að okkur verkefni í útplöntun sem og ráðgjöf við hverju skal planta.

Undanfarin ár höfum við séð um mjög mikið af útplöntunum og gróðursetningum fyrir stærri verktaka og byggingaraðila. Sömuleiðis sinnum við miklum fjölda af stofnunum, fyrirtækjum og einkaaðilum, hvort sem um er að ræða gróðursetningu á stærri trjám og runnum eða fjölæringum og sumarblómum.

Þegar kemur að plöntuvali og útplöntun er mikilvægt að vanda til verka og vinna af fagmennsku, svo plönturnar dafni sem best og njóti sín. Við höfum bæði menntun og margra ára reynslu til að sinna útplöntun svo útkoman verði eins og best verður á kosið.

Sumarblóm

Sumarblóm

Gróðursetning snýst ekki eingöngu um stærri tré og runna.

Sumarblóm lífga oft verulega upp á umhverfið og geta fegrað garða verulega. Hvort sem um er að ræða sumarblóm í beðum eða í kerum þá skiptir máli að vanda valið og vinnubrögðin.

Við höfum í mörg ár sinnt gróðursetningu sumarblóma fyrir heimili, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Við getum séð um að velja og útvega blómin, mold og jafnvel kerin sjálf ef svo ber undir.

Falleg sumarblóm á fallegum sumardegi - gróðursetning

Vökvun

Vökvun

Eftir gróðursetningu er gríðarlega mikilvægt að vökva vel. Það þarf að gæta þess sérstaklega vel ef veður er þurrt, að plönturnar og jarðvegurinn þorni ekki upp.

Það er líklega fátt leiðinlegra en að hafa sett tíma og fjármagn í gróðursetningu plantna til þess eins að sjá þær svo þorna upp og deyja vegna vökvaskorts.

Við mælum því með því við alla okkar viðskiptavini að passa vel upp á að vökva.

Vökvun á plöntu

Senda fyrirspurn