Trjáklippingar

Viðhald garða er okkar fag. Einn mikilvægasti þátturinn í vel snyrtum og hreinum garði eru trjá- og runnagróður. Almennt þarf að klippa garða einu sinni á ári að lágmarki til að viðhalda runnum og limgerði í æskilegu formi og stærð.

Mjög algengt er þó að klippt sé tvisvar, þá eru runnarnir formaður að vori áður en þeir laufgast og svo aftur klippt um hásumarið til að snyrta runnana.

Ekki eru allir runnar klipptir með vélklippum, þó við notum þær mikið. Sumar runnategundir, s.s. sýrenur, rifsberjarunnar, rósir o.fl. þarf að grisja með handklippum. Það er flóknari vinna og krefst meiri þekkingar en hefðbundnar klippingar.

Oft þarf líka að grisja stærri tré sem hafa vaxið umfram það sem eigendum þykir æskilegt eða hafa orðið fyrir einhverskonar hnjaski. Þá er mikilvægt að fá fagmann í verkið sem hefur bæði réttu tækin, þekkingu og reynslu. Það skiptir máli hvernig þetta er gert og það getur haft mikil áhrif til lengri tíma ef ekki er farið rétt að hlutunum.

Hreinir Garðar búa yfir margra ára reynslu við klippingar. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og góðan frágang svo garðurinn verði sem fallegastur.

Trjáklipping til að halda garðinum snyrtilegum - Trjáklippingar
Trjáklipping til að halda garðinum snyrtilegum - Trjáklippingar

Trjáklippingar

Viðhald garða er okkar fag. Einn mikilvægasti þátturinn í vel snyrtum og hreinum garði eru trjá- og runnagróður. Almennt þarf að klippa garða einu sinni á ári að lágmarki til að viðhalda runnum og limgerði í æskilegu formi og stærð.

Mjög algengt er þó að klippt sé tvisvar, þá eru runnarnir formaður að vori áður en þeir laufgast og svo aftur klippt um hásumarið til að snyrta runnana.

Ekki eru allir runnar klipptir með vélklippum, þó við notum þær mikið. Sumar runnategundir, s.s. sýrenur, rifsberjarunnar, rósir o.fl. þarf að grisja með handklippum. Það er flóknari vinna og krefst meiri þekkingar en hefðbundnar klippingar.

Oft þarf líka að grisja stærri tré sem hafa vaxið umfram það sem eigendum þykir æskilegt eða hafa orðið fyrir einhversskonar hnjaski. Þá er mikilvægt að fá fagmann í verkið sem hefur bæði réttu tækin, þekkingu og reynslu. Það skiptir máli hvernig þetta er gert og það getur haft mikil áhrif til lengri tíma ef ekki er farið rétt að hlutunum.

Hreinir Garðar búa yfir margra ára reynslu við klippingar. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og góðan frágang svo garðurinn verði sem fallegastur.

Vorklippinga - Trjáklippingu - Trjáklippingar - Klippingar

Besti tíminn fyrir klippingar?

Við klippingar þarf að huga að ýmsu. Almennt er besti tíminn fyrir trjáklippingar á vorin, áður en plönturnar laufgast. 

Þegar klippt er að vori, áður en runnar laufgast, er hægt að móta runnana betur, lækka þá eða mjókka o.s.frv. Runnarnir þola mun betur klippingu á þessum tíma og allur frágangur er mun einfaldari.

Hekk / limgerði og marga runna er einfaldast, fljótlegast og best að klippa með vélklippum. Það er ekki flókin vinna en krefst kunnáttu og rétts búnaðar svo vel sé. Aðrir runnar, s.s. rósir, sýrena og rifs njóta sín betur séu þeir grisjaðir með handklippum og fá að halda sinni náttúrulegu lögun.

Þegar kemur að grisjun runna er mikilvægt að þekking og kunnátta sé til staðar svo ekki sé gengið of nærri plöntunum og æskileg útkoma fáist úr klippingunni.

Runnar og tré þola klippingar yfir sumarið ágætlega, en það er ekki æskilegt að klippa burt mikið af laufmassanum svo yfirleitt er um að ræða meiri snyrtingu á þeim árstíma. Þ.e. það er síður verið að forma runnana mikið. Runnarnir eru mun betur undirbúnir fyrir veturinn ef þeir fá að fella laufin sjálf að hausti, frekar en að þau séu að miklu leyti fjarlægð með klippingu yfir sumarið. 

Stærri tré hinsvegar þola vel grisjun snemmsumars.

 

Besti tíminn fyrir klippingar?

Við klippingar þarf að huga að ýmsu. Almennt er besti tíminn fyrir trjáklippingar á vorin, áður en plönturnar laufgast. 

Þegar klippt er að vori, áður en runnar laufgast, er hægt að móta runnana betur, lækka þá eða mjókka o.s.frv. Runnarnir þola mun betur klippingu á þessum tíma og allur frágangur er mun einfaldari.

Hekk / limgerði og marga runna er einfaldast, fljótlegast og best að klippa með vélklippum. Það er ekki flókin vinna en krefst kunnáttu og rétts búnaðar svo vel sé. Aðrir runnar, s.s. rósir, sýrena og rifs njóta sín betur séu þeir grisjaðir með handklippum og fá að halda sinni náttúrulegu lögun.

Þegar kemur að grisjun runna er mikilvægt að þekking og kunnátta sé til staðar svo ekki sé gengið of nærri plöntunum og æskileg útkoma fáist úr klippingunni.

Runnar og tré þola klippingar yfir sumarið ágætlega, en það er ekki æskilegt að klippa burt mikið af laufmassanum svo yfirleitt er um að ræða meiri snyrtingu á þeim árstíma. Þ.e. það er síður verið að forma runnana mikið. Runnarnir eru mun betur undirbúnir fyrir veturinn ef þeir fá að fella laufin sjálf að hausti, frekar en að þau séu að miklu leyti fjarlægð með klippingu yfir sumarið. 

Stærri tré hinsvegar þola vel grisjun snemmsumars.

 

Vorklippinga - Trjáklippingu - Trjáklippingar - Klippingar

Reynsla og þekking

Reynsla og þekking

Hjá okkur starfar skrúðgarðyrkjumeistari og nokkrir nemar í skrúðgarðyrkjufræði, auk þess sem aðrir starfsmenn okkar hafa flestir margra ára reynslu af trjáklippingum og öðrum garðyrkjustörfum.

Við leggjum sérstaka áherslu á það í okkar starfsemi að þjálfa upp starfsfólk í að klippa og grisja. Sumarstarfsfólk sinnir ekki þessari þjónustu og það er alltaf annaðhvort menntaður starfsmaður eða starfsmaður með mikla reynslu í hverju teymi sem sinnir klippingum og grisjun.

Við erum búin bestu tækjum sem völ er á fyrir klippingar og leggjum mikla áherslu á að viðhalda bæði tækjakosti og þekkingu innanhúss til að geta veitt viðskiptavinum okkar hágæða þjónustu á okkar sviði.

Trjáklipping til að halda garðinum snyrtilegum - Trjáklippingar

Senda fyrirspurn