Trjáklippingar
Viðhald garða er okkar fag. Einn mikilvægasti þátturinn í vel snyrtum og hreinum garði eru trjá- og runnagróður. Almennt þarf að klippa garða einu sinni á ári að lágmarki til að viðhalda runnum og limgerði í æskilegu formi og stærð.
Mjög algengt er þó að klippt sé tvisvar, þá eru runnarnir formaður að vori áður en þeir laufgast og svo aftur klippt um hásumarið til að snyrta runnana.
Ekki eru allir runnar klipptir með vélklippum, þó við notum þær mikið. Sumar runnategundir, s.s. sýrenur, rifsberjarunnar, rósir o.fl. þarf að grisja með handklippum. Það er flóknari vinna og krefst meiri þekkingar en hefðbundnar klippingar.
Oft þarf líka að grisja stærri tré sem hafa vaxið umfram það sem eigendum þykir æskilegt eða hafa orðið fyrir einhverskonar hnjaski. Þá er mikilvægt að fá fagmann í verkið sem hefur bæði réttu tækin, þekkingu og reynslu. Það skiptir máli hvernig þetta er gert og það getur haft mikil áhrif til lengri tíma ef ekki er farið rétt að hlutunum.
Hreinir Garðar búa yfir margra ára reynslu við klippingar. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og góðan frágang svo garðurinn verði sem fallegastur.