Stubbatæting
Stubbatæting
Við bjóðum upp á þann möguleika að tæta niður trjástofna eftir trjáfellingar.
Hvort sem um er að ræða stóra eða litla stubba þá er stubbatæting einfaldasta og besta leiðin til að losna við óæskilega trjástubba.
Við bjóðum upp á þann möguleika að tæta niður trjástofna eftir trjáfellingar.
Hvort sem um er að ræða stóra eða litla stubba þá er stubbatæting einfaldasta og besta leiðin til að losna við óæskilega trjástubba.
Eftir trjáfellingu stendur stofninn eftir upp úr jörðinni. Sjaldnast er það til sérstakrar prýði en oftast varla vinnandi vegur fyrir fólk að losna við hann með hefðbundnum verkfærum, sérstaklega þegar um stærri tré er að ræða.
Þannig er stubbatæting hentug leið til að bæta útlit garðsins, s.s. ef ljótir stubbar standa eftir í annars fallegum beðum eða úti á miðri grasflöt þar sem þeir valda mögulega vandræðum við garðslátt.
En útlitið er ekki allt. Stubbatætingin getur líka verið leið til að sporna við áframhaldandi vexti rótarkerfis.
Í tilfelli aspa t.d. deyr stofninn og rótarkerfið ekki við trjáfellinguna heldur fer í mikinn sjálfsvarnarham og byrjar að skjóta upp rótarskotum hér og þar. Oft er gripið til þess ráðs að eitra stofninn eða negla í hann koparnöglum til að koma í veg fyrir það, sem getur virkað en er hvorki óbrigðult né endilega besta lausnin.
Þar kemur stubbatæting inn sem góður möguleiki. Þá fræsum við stofninn vel niður fyrir yfirborðið og þær rætur sem liggja út frá honum. Oft náum við að tæta stofninn alveg, en það fer eftir stærð stubbsins og hve djúpt hann liggur í jarðveginum. Þannig deyr rótarkerfið og hægt er að ganga frá svæðinu eins og hentar hverju sinni.
Vélarnar valda mjög litlu eða engu raski á nánasta umhverfi. Eftir að búið er að fræsa niður stubba í grasi er svo auðveldlega hægt að leggja þökur yfir sárið og vandamálið er leyst.
Í flestum einkagörðum og á svæðum þar sem pláss er af skornum skammti, notum við minni tætarann okkar.
Minni stubbatætarinn er tiltölulega nett vél, örlítið stærri en venjuleg sláttuvél. Fyrir vikið getum við notað hann í nánast öllum aðstæðum án þess að umhverfið verði fyrir nokkru raski. Vélin er aðeins um 120 kg, á hjólum og því yfirleitt auðveldlega hægt að koma henni að þar sem þörf er á.
Þó vélin sé nett og þokkalega liðug þá vantar ekkert upp á kraftinn og afköstin.
Um er að ræða dísel vél með tönnum framan á. Þegar vélin fræsir stubbinn, spýtir hún stærstum hluta efnisins undir sig, sem auðveldar frágang og minnkar líkur á skemmdum umhverfis tætarann. Þar sem tönnin er ekki sérstaklega stór er ekki þörf á að tæta mikið umhverfis stubbinn sjálfan, heldur er tætingin mjög hnitmiðuð.
Við erum alltaf með nýbrýndar tennur á tætaranum fyrir hvert verk og höfum alltaf nokkur auka sett af tönnum með til að tryggja að vélin vinni á hámarks afköstum í hvert sinn.
Á opnum svæðum, þar sem er nóg pláss, notum við stærri stubbatætarann okkar sem er gríðarlega öflugur en þónokkuð plássfrekari en sá litli.
Hann vinnur fjórfalt hraðar en minni tætararnir okkar og er auk þess fjarstýrður svo vinnuálagið er margfalt minna. Vélin er um 130 cm á breidd og á beltum svo lítið sem ekkert rask verður á jarðvegi þar sem hún fer inn á svæðið.
Eðli málsins samkvæmt nýtum við stærri stubbatætarann nánast allsstaðar þar sem hægt er að koma honum að, t.d. á opnum svæðum, stærri grasflötum, görðum þar sem aðgengi er gott o.s.frv. Hann fer létt með fræsa niður jafnvel stærstu stubba og rótarkerfi en er hannaður þannig að ekki er verið að tæta óþarflega mikið svæði umhverfis stubbinn.
Skógar mönsarinn eða „forest mulcher“ eins og hann heitir á ensku, spænir niður runna, minni tré og smærri stofna af trjám. Hann tætir stubbana og kurlar efnið niður á staðnum svo óþarfi er að fjarlægja efni eftir tætingu.
Skógarmönsarinn er um 130 cm á breidd og á beltum svo allt umhverfisrask er í algjöru lágmarki.
Almennt er hann hentugastur til að fræsa niður röð af smærri eða stærri stubbum, svo sem skjólbelti og limgerði. Þá gerist í raun ekki þörf fyrir að saga niður trén á undan þar sem mönsarinn ræður vel við að éta þau.
Mönsarinn fræsir stubbana niður fyrir jarðveginn svo mjög einfalt er að ganga frá svæðinu í kjölfar fræsingar, yfirleitt með því að leggja þökur yfir svæðið sem tætt var.
Hreinir Garðar ehf © 2023 / kt. 690909-0810 / Vsk nr. 102708
Þessi vefsíða notast við vafrakökur (e. cookies) til að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar og hámarka upplifun í netversluninni okkar. Sumar vafrakökur eru mikilvægar fyrir margvíslegar þjónustuleiðir en aðrar eru notaðar til að safna tölfræðilegum upplýsingar til að bæta vefsíðuna, svo framarlega sem það sé með þínu samþykki.