Trjáfellingar

Trjáfellingar

Að fella tré er vandasöm vinna, þar sem þau eru oft bæði stór og þung og geta valdið miklum skaða, lendi þau á óæskilegum stað. Þessvegna er mikilvægt að fá fagmenn í verkið, sérstaklega þegar um stærri og erfiðari fellingar er að ræða.

Við höfum margra ára reynslu við að fella tré og höfum bæði búnað og getu í að taka niður verulega stór og erfið tré. Alltaf er um að ræða tveggja manna teymi sem bæði fellir tréð og fjarlægir það úr garðinum.

Maður að klifra í tré fyrir Trjáfellingu - Trjáfellingar

Hvernig við vinnum

Hvernig við vinnum

Við trjáfellingar metum við aðstæður hverju sinni og veljum þá aðferð sem hentar best; að fella tréð beint niður, klifra eða notast við aðstoð kranabíls.

Alltaf er um tveggja manna teymi að ræða sem bæði fellir tréð og fjarlægir það úr garðinum.

Algengast er að klifra þurfi tréð, þar sem greinarnar eru hreinsaðar af á leiðinni upp og bolurinn bútaður á leiðinni niður.

Í þeim tilfellum þar sem aðstæður bjóða ekki upp á klifur notum við kranabíl til að hífa tréð burt. Þannig tökum við enga óþarfa áhættu.

Stubbatæting

Stubbatæting

Stubbatæting er skilvirk og góð lausn til að losna við trjástubba og rætur eftir trjáfellingar. Stubbatæting er t.d. hentug þegar kemur að öspum, þar sem hún kemur í veg fyrir rótarskot frá stofni trésins eftir að það hefur verið fellt.

Viðhald véla og Öryggi

Viðhald véla og Öryggi

Viðhald véla og öryggi er mikilvægur þáttur í okkar rekstri. Vel viðhaldin tæki og brýndar keðjur eru öryggisatriði við trjáfellingar. Allir sem sinna trjáfellingum hjá okkur eru með viðeigandi fatnað og öryggisbúnað.